09/09/2024

Tillaga á Alþingi um snjómokstur í Árneshrepp

Tólf þingmenn hafa tekið sig saman og lagt fram á Alþingi tillögu um snjómokstur yfir veturinn í Árneshrepp á Ströndum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Vegagerðin sjái um og greiði fyrir snjómokstur að lágmarki tvisvar í viku að vetrarlagi. Árneshreppur hefur verið eina sveitarfélag landsins sem býr við svokallaða G-reglu sem þýðir að mokstur fellur niður frá áramótum og framundir lok mars.