19/07/2024

Við viljum körfuboltavöll!

Það var líf og fjör á skrifstofu Strandabyggðar í morgun þegar nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskólans á Hólmavík mættu þangað með umsjónarkennara sínum Kolbeini Skagfjörð Jósteinssyni. Erindið var að afhenda undirskriftalista þar sem nemendur við skólann fóru fram á að körfuboltavöllur á skólalóðinni verði lagfærður hið fyrsta þannig að nemendur geti stundað þá göfugu íþrótt í frítíma sínum. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri tók við undirskriftalistanum að viðstöddum oddvita og varaoddvita og verður málið rætt á næsta sveitarstjórnarfundi.

580-korfubekkir

Nemendur í 5.-6. bekk afhenda listann – ljósm. Jón Jónsson