13/12/2024

Rafræn rjúpnaveiðiskráning

Rjúpnaveiðitímbilið hófst í dag, en alls má veiða í 18 daga í nóvember og eru veiðimenn hvattir til að láta sér 7 rjúpur nægja vegna slaks ástands rjúpnastofnsins. Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem veiðimenn eru hvattir til að skrá veiði sína daglega í rafræna veiðidagbók www.ust.is. Bent er á að gögnin eru persónurekjanleg, en Umhverfisstofnun mun einungis nota gögnin almennt og án tengingar við einstaklinga. Sem dæmi má nefna að hægt verður að sjá hversu margar rjúpur veiðast daglega og hvernig veiðin dreifist eftir veiðisvæðum.

Hugmyndin er að með þessu móti verður hægt að sjá hversu margir veiðimenn skráðu gögn á veiðideginum, samtals veiði allra veiðimanna þann dag, samtals fjölda klukkutstunda og meðalveiðiafköst hvers veiðimanns. Til að fá aðgang að rafrænu veiðidagbókinni þarf veiðimaður að fara inn á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is og  slá inn kennitölu og veiðikortanúmer.

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is minnir veiðimenn á að leyfi landeigenda þarf til að veiða rjúpu á Ströndum og öll lönd og heiðar þar eru í einkaeigu. Víða á Ströndum er beinlínis bannað að veiða rjúpu.