11/09/2024

Bílar fastir á Þorskafjarðarheiði

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík hefur verið kölluð út til að aðstoða fólk í þremur fólksbílum sem eru fastir á Þorskafjarðarheiði. Bílstjórarnir hafa lagt á heiðina þrátt fyrir að hún hafi verði auglýst þungfær í hádeginu á veg Vegagerðarinnar, en nú um kaffileytið er hún merkt ófær. Skafrenningur er á heiðinni og frost, en úrkomulaust í augnablikinu.