05/11/2024

Makalaus sambúð á páskadag

645-makalaus
Fjórða sýning Leikfélags Hólmavíkur á gamanleikritinu Makalaus sambúð verður í kvöld, páskadag kl. 20:00, í félagsheimilinu á Hólmavík. Leikritið sem er eftir Neil Simon var settt upp í vetur og var leikstjóri Ásgeir Sigurvaldason. Átta leikarar taka þátt í uppsetningunni og er það sérkenni á leikritinu að kvenhlutverk í verkinu óvenjulega bitastæð. Í verkinu segir frá skrykkjóttri sambúð tveggja kvenna sem ákveða að búa saman eftir að önnur þeirra skilur við eiginmann sinn.