14/09/2024

Bingó og félagsvist

580-bingo3
Bingó verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 27. mars kl. 20:00. Mjög góðir vinningar eru í bingóinu, en fyrir því standa vinir og nágrannar Guðmundar Björnssonar og Sigríðar Jósteinsdóttur. Verð á spjaldi er 1.000 kr, og rennur allur ágóði í söfnun fyrir Guðmund og Sigríði sem  misstu nánast allt sitt í húsbruna á Hólmavík fyrr í vetur. Einnig verður spilavist í Tjarnarlundi á skírdag kl. 20:00 og bingó á sama stað á laugardaginn kl. 20:00.