26/04/2024

Rjúpnaveiði byrjar í dag

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar í dag, 15. október, og stendur með hléum til 30. nóvember. Reglurnar eru þær að veiðar eru bannaðar mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Áfram gildir sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum og eru veiðimenn hvattir til að sýna hófsemd og ábyrgð við veiðar. Rjúpnastofninn hefur minnkað töluvert milli ára og óhagstætt tíðarfar sumar og haust 2005 virðist hafa verið afdrifaríkt. Í fyrra kom haustið snemma og var rysjótt auk þess sem slæmt vorhret í lok maí olli vanhöldum í varpi.

Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla veiðimenn til að fara að lögum og minnir á að allt land á Ströndum er í einkaeigu og leyfi landeigenda þarf til veiða. Varpstofn rjúpunnar árið 2006 er áætlaður 180 þúsund fuglar og vonast er til að ekki verði veiddir fleiri en 45 þúsund fuglar þetta árið.