13/09/2024

Leitað að þýskum ferðamanni

Leit stendur yfir að þýskum ferðamanni á Hornströndum. Hans er saknað eftir fjallgöngu í Hornvík. Samkvæmt mbl.is hefur þyrla landhelgisgæslunnar verið kölluð á vettvang og mun flytja leitarhunda til svæðisins. Maðurinn var ásamt félögum sínum í fjallgöngu í Hornvík. Þegar hans var saknað um klukkan níu í morgun fór félagi mannsins í neyðarskýli í botni víkurinnar og hringdi eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni eru aðstæður erfiðar til leitar á svæðinu. Vindhraði er á milli 10 til 20 metrar á sekúndu, hret og skyggni lítið.