19/09/2024

Djúpavíkurdagar gengu vel

Djúpavíkurdagar var haldnir í Djúpavík um helgina og tókust vel. Að þessu sinni voru þeir haldnir til að fagna 20 ára afmæli Hótels Djúpavíkur. „Helgin heppnaðist alveg rosalega vel. Allir viðburðir voru vel sóttir og fólk lýsti yfir ánægju sinni með hátíðina,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri í samtali við vefritið bb.is. 75 manns sátu til borðs á föstudag og hafði hljómsveitin Hraun veg og vanda af kvöldvöku yfir borðhaldinu. Þá komu einnig fram m.a. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Valdimar Flygering. Boðið var upp skemmtidagskrá alla helgina, m.a. gönguferðir um nágrennið, leiðsögn um síldarverksmiðjuna og kajakferðir. Þá var boðið upp á þrautakeppnina Djúpvíkinginn í fyrsta sinn.