
Veðurspáin fyrir svæðið næsta sólarhring er hins vegar á þessa leið: Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu. Suðvestan 10-15 og þurrt að kalla síðdegis. Suðvestan 13-20 og dálítil rigning síðdegis á morgun, hvassast úti við sjóinn. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurspá fram í tímann á www.vedur.is er eftirfarandi:
Á fimmtudag: Norðvestan og síðar norðan 8-15 m/s. Dálítil él norðantil, en léttir til sunnanlands. Kólnandi veður.
Á föstudag og laugardag: Norðlæg átt 10-15 m/s austantil, en hægari vestantil. Dálítil él, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag: Norðaustlæg átt og él, einkum norðan- og austantil og harðnandi frost.