08/10/2024

Leikfélag Hólmavíkur les úr nýjum bókum


Í dag, föstudaginn 21. desember, lesa félagar í Leikfélagi Hólmavíkur í annað skiptið úr nýjum íslenskum bókum í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst lesturinn klukkan 16.30 og verður lesið úr eftirtöldum bókum að þessu sinni: Megas – textar 1966-2011, Handbók hrekkjalómsins e. Loga Bergmann, Boðið vestur matreiðslubók með sögulegu ívafi e. Guðlaugu Jónsdóttur og Karl Kristján Ásgeirsson, Mei mí beibísjitt, Æskuminningar úr Keflavík e. Mörtu Eiríksdóttur, Myrkfælna tröllið e. Huginn Þór Grétarsson og Raggi litli í sólarlandinu e. Harald S. Magnússon.