11/10/2024

J-listinn býður til framboðsfundar

Annað kvöld, þriðjudaginn 25. maí kl. 18:00 mun J-listinn í Strandabyggð bjóða til opins framboðsfundar á Café Riis á Hólmavík þar sem kynntir vera frambjóðendur listans og helstu stefnumál hans. J-listinn gaf út í síðustu viku dreifirit þar sem farið var yfir helstu stefnumál hans og var dreift á hvert heimili í Strandabyggð. Frambjóðendur listans munu fara yfir þau á fundinum ásamt sem svarað verður fyrirspurnum. Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir skipa þrjú efstu sæti á J-listanum. Það eru allir hjartanlega velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá J-listanum. Fundurinn verður sendur út beint á netinu. Smellið hér til að tengjast við fundinn kl. 18:00.