22/12/2024

Kosið um sameiningu 11. mars

Samkvæmt frétt á vef Félagsmálaráðu-neytis hefur verið ákveðið að kosið verður um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps á Ströndum þann 11. mars næstkomandi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var íbúafjöldi í Hólmavíkurhrepp 447 þann 1. desember síðastliðinn, en 53 bjuggu í Broddaneshreppi sem er einn af fimm fámennustu hreppum landsins. Í kosningum í október um sameiningu fjögurra nyrstu sveitarfélaganna á Ströndum var tillagan felld í þeim öllum, nema í Broddaneshreppi.