10/09/2024

Hvalavaða á Steingrímsfirði

Steingrímsfjörður á Ströndum er einn af fáum stöðum á landinu þar sem reglulega er hægt að komast í hvalaskoðun á þurru landi. Það er hreint ekki sjaldgæft að sjá megi hvali í firðinum og er oft gaman að fylgjast með tilburðunum þegar þessi risavöxnu dýr leika sér eða halda matarboð. Í dag hefur hvalavaða, með 8-9 hvölum þar sem tveir eru áberandi langstærstir, verið að leik rétt utan við Kirkjuból og Heydalsá í Tungusveit með miklum tilþrifum og látum. Fréttaritari er ekki nógu glöggur til að þekkja tegundirnar.