13/12/2024

Diskótek um áramótin

Bragginn á HólmavíkBjörgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík stendur fyrir áramótabrennu á Skeljavíkurgrundum utan við Hólmavík kl. 18:00 á gamlársdag og verður hún með hefðbundnu sniði. Þá stendur björgunarsveitin fyrir diskóteki í Bragganum á Hólmavík á nýjársnótt og hefst það kl. 00:30. Sigvaldi Búi sér um að þeyta skífum. Aðgangseyrir er 1.500.- og aldurstakmark 16 ár.