12/09/2024

Fundur hjá Leikfélaginu

Fundur verður haldinn hjá Leikfélagi Hólmavíkur á miðvikudagskvöld klukkan 20:30 í félagsheimilinu, vegna komandi uppfærslu. Allir sem áhuga hafa á að vera með í leikriti þetta vorið eru hvattir til að mæta og minnt er á að Leikfélagið vantar mjög tilfinnanlega karla til að manna ýmis hlutverk. Verið er að ganga frá ráðningu leikstjóra og endanlegu vali á stykki.