11/09/2024

Íbúafundi í Strandabyggð lokið

Í kvöld var haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Hólmavík. Hann var þokkalega sóttur, en um 40 manns mættu á fundinn auk sveitarstýru og sveitarstjórnar Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn í þeim tilgangi að menn gætu komið skoðunum sínum á framfæri og spurt sveitarstjórn spjörunum úr. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri hélt stutta framsögu þar sem hún ræddi meðal annars um málefni gömlu slökkvistöðvarinnar sem hafa verið mjög í deiglunni undanfarið. Á fundinum tóku allmargir íbúar til máls um hin ýmsu málefni. M.a. var rætt um fjárhag og rekstur sveitarfélagsins, skipulagsmál, skólaakstur, snjómokstur, möguleg kaup sveitarfélagsins á gamla kaupfélagshúsinu o.s.frv.

Íbúafundur

atburdir/2006/580-ibuafundur1.jpg

atburdir/2006/580-ibuafundur2.jpg

atburdir/2006/580-ibuafundur5.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson