17/05/2024

Íbúafundur um hagsmuni dreifbýlis í Strandabyggð

Þriðjudaginn 19. apríl 2011 verður haldinn opinn íbúafundur um þjónustu, þróun og eflingu byggðar í dreifbýli Strandabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Sauðfjársetrinu á Sævangi og hefst kl. 20:00.  Fundurinn verður með svipuðu sniði og íbúafundur um fjármál sveitarfélagsins sem haldinn var á Hólmavík í nóvember 2010 þar sem umræður og hugmyndavinna fóru fram í hópum. Allir íbúar í Strandabyggð sem hafa áhuga á eflingu byggðar í dreifbýli á Ströndum eru hvattir til að mæta á fundinn. Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar og sveitarstjórn Strandabyggðar standa fyrir fundinum.