19/09/2024

Ormahreinsun í dag

Dýralæknir verður staddur í Áhaldahúsi Strandabyggðar á Hólmavík í dag kl. 13-14 við ormahreinsun hunda og katta. Fram kom í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar á dögunum að gerð hafi verið ný samþykkt um katta- og hundahald í sveitarfélaginu. Þessi samþykkt hefur ekki verið birt eða auglýst að því best er vitað, en þó kemur fram í fundargerðinni að samkvæmt nýju samþykktinni eigi að gelda alla fressketti og að í gjaldi til sveitarfélagsins sé innifalin ormahreinsun.