22/12/2024

Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á miðnætti

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval verði hafnar á ný á miðnætti. Leyfðar verða veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar eru á yfirstandandi fiskveiðiári. Sagði ráðherra enn fremur að Hafrannsóknastofnun hefði metið það svo að hægt væri að stunda sjálfbærar veiðar á hval með því að veiða allt að 200 langreyður og 400 hrefnur á ári. Hann segir Íslendinga hafa heimildir til veiðanna og að þjóðréttarleg staða sé í lagi. 

Eigendur Hvals hf virðast hafa vitað fyrir víst að þessi ákvörðun væri í uppsiglingu en undanfarnar vikur hefur fyrirtækið verið að búið sig undir veiðarnar. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefur verið í slipp undanfarið og unnið hefur verið að því að undirbúa Hvalstöðina í Hvalfirði og starfsmenn fyrirtækisins eru klárir í bátana.