22/09/2023

Skemmtiferðaskip á Hólmavík

Panorama í Hólmavíkurhöfn – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is

Skemmtiferðaskipið Panorama kom til Hólmavíkur 13. júní með farþega, en um er að ræða skútu sem tekur mest 50 slíka. Þetta er fyrsta skipti sem Hólmavík er viðkomustaður í skipulagðri ferð slíkra skipa og mun skipið koma nokkrum sinnum í viðbót í heimsókn til Hólmavíkur í sumar.

Farþegar nýttu ýmsa þjónustu í landi á meðan skipið stoppaði, fóru út að borða, versluðu handverk og skoðuðu söfn, auk þess sem þau fóru í skipulagða ferð um nágrenni Hólmavíkur.