02/05/2024

Hrafnkell Freysgoði á Hólmavík

Grunnskólinn á Hólmavík stendur fyrir leiksýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík á miðvikudaginn næsta, 28. september, kl. 11:00. Það er Stopp-leikhópurinn sem sýnir Hrafnkels sögu Freysgoða, en sagan er í hópi þekktustu Íslendingasagna. Höfundur leikgerðar og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Leikarar eru Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir (miðað er við 9 ára og eldri) og ekkert kostar inn. Stopp-leikhópurinn heimsótti Hólmvíkinga einnig á síðasta ári og sýndi þá söguna um Hans Klaufa.