05/10/2024

Jólabingó á sunnudaginn

Tilvonandi Danmerkurfarar í 8. og 9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík halda jóla-stór-bingó sunnudaginn 13. desember og hefst fjörið kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fjölmargir glæsilegir vinningar eru í boði, gefnir af fyrirtækjum innan og utan héraðs. Jólastemmning svífur yfir vötnum og veitingar verða á boðstólum. Allir eru hjartanlega velkomnir á bingóið sem er þáttur í söfnun nemendanna í ferðasjóðinn.