05/10/2024

Sorpsamlag Strandasýslu á súpufundi

Vikulegir súpufundir á Café Riis á Hólmavík í hádeginu á fimmtudögum eru orðnir fastir liðir í mannlífinu hjá mörgum íbúum á Ströndum. Þar eru jafnan kynnt fyrirtæki eða félög, verkefni eða starfsemi, sem fróðlegt er að fræðast um. Á súpufundi á fimmtudaginn, 10. desember kl. 12:00-13:00, verður Sorpsamlag Strandasýslu kynnt. Einar Indriðason framkvæmdastjóri mun þar segja frá starfsemi samlagsins og fyrirhugum breytingum, en ætlunin er að byrja á næstunni að flokka sorp af miklum krafti á Ströndum og er áhugi og þátttaka almennings í því verkefni afar mikilvæg.