22/12/2024

Höski með nauman sigur

Höskuldur Birkir Erlingsson hafði nauman sigur gegn Guðmundínu Arndísi Haraldsdóttir í 11. umferð tippleiks strandir.saudfjarsetur.is sem lauk í gær. Báðir keppendur voru afar sigurvissir en lokatölur urðu 9-8 Höskuldi í vil. Höskuldur jafnar því stigamet leiksins og keppir áfram á á næstu helgi. strandir.saudfjarsetur.is vilja hins vegar þakka Guðmundínu kærlega fyrir þátttöku sína í leiknum og sendir henni baráttukveðjur til Danaveldis fyrir prófin sem munu vera að hefjast hvað úr hverju. Það kemur í ljós síðar í vikunni hvern eða hverja Gummó skorar á að reyna sig við Höskuld. Hér neðar má sjá úrslit helgarinnar og hið frábæra stigaskor sem Höski og Gummó náðu auk árangurs keppenda í leiknum til þessa:

Árangur tippara hingað til:

1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar
3. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
4. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
5-7. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
5-7. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
5-7. Guðmundína Arndís Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

HÖSKI

GUMMÓ

1. Arsenal – Sunderland

1

1

1

2. Newcastle – Birmingham

1

1

1

3. Blackburn – Charlton

1

1

X

4. West Ham – WBA

1

1

1

5. Fulham – Man. City

1

2

2

6. Portsmouth – Wigan

2

2

2

7. C. Palace – Sheff. Utd.

2

2

1

8. QPR – Reading

2

 1

X

9. Leeds – Preston

X

1

X

10. Hull – Watford

2

2

2

11. Wolves – Norwich

1

1

1

12. Leicester – Southampton

X

X

2

13. Sheff. Wed. – Derby

1

X

1

 

9 réttir

8 réttir