12/09/2024

Tónleikar með Sigga Björns

Í kvöld heldur hinn víðfrægi trúbador Siggi Björns tónleika á Café Riis á Hólmavík og hefjast þeir kl. 21:00. Nánar má fræðast um tónleikana á vefnum www.siggib.com. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1.000.- en þar spilar Siggi bæði gamalt og nýtt efni og fléttar saman við misjafnlega sönnum lygasögum. Einnig er opið í pizzur á Café Riis í dag frá 18:00-20:00.