19/09/2024

Vinsælir jólasveinar í Bjarnarfirði

300-siggi-jolasveinnJóladagatal Strandagaldurs á strandir.saudfjarsetur.is vekur mikla lukku samkvæmt teljara vefjarins en myndband Stekkjastaurs fékk hvorki fleiri né færri en 2615 heimsóknir fyrsta sólarhringinn. Kynning á jóladagatalinu á mbl.is skilaði yfir þúsund gestum á síðuna í gær, en auglýsingin verður þar fram yfir jól. Það stefnir því í metmánuð heimsókna á strandir.saudfjarsetur.is ef fram fer sem horfir og er auglýsendum bent á að nú er tækifæri að ná til mun stærri hóps viðskiptavina í gegnum fréttavefinn. Giljagaur kom til byggða í nótt en hægt er að skoða myndband sem náðist af honum í Jóladagatali Strandagaldurs við komuna í Kotbýli kuklarans í gærkvöldi.