19/09/2024

Lægsta tilboð í Mjóafjörð 1.017 milljónir

Verktakafyrirtækin KNH og Vestfirskir verktakar buðu lægst í vegagerð um Mjóafjörð við Djúp, frá Hörtná vestan til í Mjóafirði að Rauðagarði á Reykjanesi. Tilboðið í vegagerðina hljóðaði upp á rúmar 1.017 milljónir og er 83,6% af áætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 1.217 milljónir. Alls bárust 9 tilboð í verkefnið eins og kemur fram í töflu hér að neðan. Vegurinn sem leggja á í þessum áfanga er 14,5 km langur og á honum þrjár brýr; 130 m stálbogabrú á Mjóafjörð, 60 m spennt bitabrú á Reykjafjörð og 10 m steypt plötubrú á Vatnsfjarðarós. Verkefninu á að vera að fullu lokið 1. nóvember 2008.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið samkvæmt vef Vegagerðarinnar:

Bjóðandi

Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÍAV 1.710.026.412 140,5 692.449
Eykt ehf og Suðurverk hf 1.344.278.583 110,5 326.701
Héraðsverk ehf og Elektrovod 1.297.867.446 106,6 280.290
Klæðning ehf 1.280.000.000 105,2 262.422
Áætlaður verktakakostnaður 1.217.043.881 100,0 199.466
Hagtak hf og Articon 1.212.432.299 99,6 194.854
Árni Helgason ehf og Glaumur ehf 1.184.715.570 97,3 167.138
Háfell ehf 1.095.892.980 90,0 78.315
Ístak hf 1.050.605.601 86,3 33.028
KNH ehf og Vestfirskir verktakar 1.017.577.810 83,6 0