11/10/2024

Leiklistarnámskeið og spunakvöld

Í kvöld hefst almennt leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Hólmavíkur sem stendur út þessa viku. Það er Elvar Logi Hannesson sem kennir á námskeiðinu en farið verður í margvíslega grunnþætti eins og framsögn og öndun og fleira skemmtilegt. Námskeiðið er haldið í Félagsheimilinu og hefst kl. 20:00. Enn er hægt að bæta nokkrum við á námskeiðið og eru áhugasamir hvattir til að hafa samband og skrá sig í síma 865-3838. Í framhaldi af námskeiðinu verður um næstu helgi, þann 12. nóvember, haldið spunakvöld í Bragganum. Hefst sú skemmtun klukkan 20:30. Allir áhugasamir eru velkomnir á spunakvöldið, hvort sem er til að gera sér dagamun eða skemmta öðrum með leik sínum.


Núverandi formaður Leikfélags Hólmavíkur er Jóhanna Ása Einarsdóttir. Vefur Leikfélagsins er á slóðinni www.holmavik.is/leikfelag.