29/05/2024

Gamlársdagsmót í fótbolta

Gamlársdagsmót í innanhúsfótbolta hefst í nýja íþróttahúsinu á Hólmavík á morgun kl. 10:00. Þar verður væntanlega mikið fjör, enda á mótið að vera á léttu nótunum. Þeim sem eru áhugasamir um að taka þátt er bent á að nægilegt er mæta á staðinn í fyrramálið. Þar verður þeim sem ekki tilheyra ákveðnum liðum raðað saman og búin til lið. Ekki er heldur nauðsynlegt að skrá lið til þátttöku, bara að mæta á staðinn. Frítt kaffi og með því á staðnum.