08/10/2024

Hólmavík færð undir þak

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík standa í ströngu þessa dagana við að færa þorpið inn í Félagsheimilið en árshátíð skólans verður haldin þar næstkomandi föstudagskvöld. Það hefur ávallt verið mikið um dýrðir þegar árshátíðin hefur verið haldin og nemendur standa í ströngu við undirbúning fyrir hátíðina þessa dagana. Myndirnar hér að neðan bárust strandir.saudfjarsetur.is og þar má sjá nemendur skólans vinna við að mála félagsheimilið að innan en viðfangsefnið eru húsin í bænum. Eins og sjá má þá minna tilburðir nemendanna helst á gömlu meistarana, þá Rembrandt og Michelangelo við iðju sína í stórum og miklum dómkirkjum á öldum áður.