11/09/2024

Úrslitin ráðast á sunnudag

Úrslitin ráðast í Spurningakeppni Sauðfjársetursins þetta árið næsta sunnudag. Þá kemur í ljós hverjir fá Viskubikarinn til varðveislu næsta árið og vinnur þau glæsilegu verðlaun sem standa til boða fyrir sigur í keppninni. Úrslitin fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Þar keppa annars vegar til úrslita lið Strandamanna í Kennaraháskólanum og Kennarar við Grunnskólann á Hólmavík og hins vegar keppir Leikfélag Hólmavíkur við Hólmadrang. Sigurvegarar í þessum viðureignum mætast svo í úrslitakeppninni.