19/07/2024

Heiða áfram í Idol

Aðalheiður Ólafsdóttir, Heiða frá Hólmavík, komst örugglega áfram í Idol-keppninni í kvöld og verður því í hópi þeirra 8 keppenda sem spreyta sig næsta föstudagskvöld. Heiða stóð sig líka afbragðsvel og fékk góða dóma frá öllum dómurunum. Varð hún í hópi þeirra 6 keppenda sem fengu flest atkvæði af þeim 9 sem kepptu í kvöld, en ekki var gert upp á milli þeirra. Ekki þarf að efast um að hún á eftir að ná mjög langt í keppninni, að öllu eðlilegu.