23/02/2024

Verðlaun í stærðfræðikeppni

Verðlaunahafar í 9. bekkTveir nemendur við Grunnskólann á Hólmavík unnu til verðlauna í árlegri stærðfræðikeppni við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Voru verðlaunin veitt í gær, en keppnin sjálf fór fram 23. febrúar síðastliðinn. Þar tóku 15 krakkar frá Hólmavíkurskóla þátt, en keppnin er fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Indriði Einar Reynisson í Hafnardal náði öðru sæti í keppni nemenda í 9. bekk og Þorbjörg Matthíasdóttir í Húsavík því þriðja í sama bekk.

Stærðfræðikeppnin er uppruninn við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og þar eru verkefnin búin til, að því er kemur fram á vefsíðu Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sams konar keppni er haldin samtímis við allmarga framhaldsskóla, en á Akranesi keppa skólar á Vesturlandi auk þess sem Klébergsskóla á Kjalarnesi og Grunnskólanum á Hólmavík er boðið að taka þátt. Þátttakendur í keppninni á Akranesi voru alls 224 úr 11 skólum (75 voru úr áttundu bekkjum, 76 úr níundu bekkjum og 73 úr tíundu bekkjum).

Frá pizzuveislu eftir keppnina sjálfa – www.fva.is

10 efstu nemendum í hverjum árgangi var í gær boðið til athafnar á sal skólans þar sem þeim voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í keppninni. Þeim þrem efstu í hverjum árgangi voru veitt peningaverðlaun: 15.000 kr. fyrir fyrsta sæti, 10.000 kr. fyrir annað sæti og 5.000 kr. fyrir það þriðja. Peningar til að greiða verðlaun og annan kostnað við keppnina eru gefnir af fyrirtækjum á Vesturlandi.

Allir verðlaunahafar samankomnir – www.fva.is

Verðalaunahafar í 9. bekk – Hörður Kári Harðarson í Brekkubæjarskóla, Indriði Einar Reynisson og Þorbjörg Matthíasdóttir í Hólmavíkurskóla – myndir af vef Fjölbrautaskóla Vesturlands – www.fva.is