Eitt af þekktustu leikritum Íslandssögunnar verður sýnt á Hólmavík laugardaginn 10. apríl næstkomandi. Það eru Borgfirðingar í Leikdeild Skallagríms sem koma í heimsókn með leikritið Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, en það er Rúnar Guðbrandsson sem leikstýrir. Í hópi leikaranna er Hólmvíkingurinn Rebekka Atladóttir sem fer með burðarhlutverk kerlingarinnar í leiknum. Gullna hliðið er sígilt meistaraverk og góð skemmtun þar sem grasakonur og hreppstjórar, þjófar og frillur, drykkjumenn og djöflar, prestar og púkar, sýslumenn, hreppstjórar, postular og ýmsir meðal-Jónar eru kynntir til sögu. Sýningin hefst kl. 20:00 og er aðgangseyrir kr. 2.000.- fyrir fullorðna og 1.000.- fyrir 13 ára og yngri. Miðapantanir eru í s. 694-8642.