01/12/2024

Flogið á Gjögur gegnum Ísafjörð?

Flugstöðin á Gjögri - ljósm. Jón G G.Í skýrslunni Vaxtarsamningur Vestfjarða (bls. 74) er sett fram sú hugmynd að beinum flugferðum milli Reykjavíkur og Gjögurs verði fækkað og í staðinn verði flogið frá Ísafirði á Gjögur. Hugmyndin með þessari tillögu virðist vera sú að efla Ísafjörð sem byggðakjarna og er því haldið fram að þetta myndi styrkja Vestfirði sem heild. Flugtími frá Gjögri og suður gæti áfram verið innan við þrjár klukkustundir. Ekki kemur fram hvort Árneshreppsbúar hafi verið með í ráðum og hvernig þeim líst á hugmyndina.


Nú flýgur flugfyrirtækið Landsflug milli Reykjavíkur og Gjögurs tvisvar sinnum í viku. Sambærileg hugmynd er í skýrslunni um flug á Bíldudal.