05/11/2024

Trúbador í Dalbæ á laugardagskvöld

Í Dalbæ á Snæfjallaströnd verða tónleikar á laugardagskvöld og hefjast kl. 22:00. Það er trúbadorinn Hannibal Hannibalsson sem treður upp á tónleikunum. Næg tjaldsvæði eru á staðnum, en aðgangseyrir að tónleikunum verður 1.500 kr. Á vefnum bb.is kemur fram að einnig verður gestakokkur frá Egyptalandi í Dalbæ um helgina og að berja- og sveppaspretta sé með besta móti og berin óvenjulega snemma á ferðinni.