13/10/2024

Skundi litli og Pub-Quis á Café Riis

Það verður nóg um að vera á Café Riis á Hólmavík á laugardagskvöldið, en kl. 21:00 hefst Pub Quis keppni á staðnum og eru þrenn verðlaun í boði. Á milli kl. 23-24 um kvöldið verða síðan tónleikar með trúbadornum Skunda litla og síðan verður áfram fjör fram eftir nóttu. Aðgangseyrir á Café Riis á laugardagskvöldið er kr. 1.000.-