13/09/2024

Árshátíð og ball á Café Riis

Það verður nóg um að vera á Café Riis á Hólmavík á laugardagskvöldið, en þá verður m.a. árshátíð Strandabyggðar haldin í Pakkhúsinu með pompi og prakt. Húsið opnar fyrir árshátíðargesti kl. 19:30, en skemmtinefnd sveitarfélagsins mun hafa æft stíft undanfarnar vikur og gríðarmikil leynd hvílir yfir atriðum sem í boði verða. Starfsmenn Hólmadrangs munu einnig hittast á Riis annað kvöld og snæða saman í efri sal hússins. Kl. 23:00 verður húsið síðan opnað öllum þeim sem vilja kíkja á ball með hinum eldspræka trúbador Bjarna Ómari Haraldssyni. Fólki á Hólmavík og nágrenni ætti því ekki að þurfa að sitja heima yfir imbanum á laugardagskvöldið.