12/09/2024

Leikskólakonur ljúka námskeiði

Í gærkvöldi voru fjórar konur sem vinna í Leikskólanum Lækjarbrekku útskrifaðar af 65 stunda námskeiði fyrir ófaglært starfsfólk á leikskólum. Námskeiðið hefur staðið yfir tvisvar í viku síðan um miðjan september og var fyrsta námskeiðið sem alfarið er kennt gegnum fjarfundabúnað sveitarfélagsins. Á námskeiðinu var meðal annars fjallað um skyndihjálp, að efla sjálfstraust og sjálfsöryggi, persónulega markmiðssetningu, hreyfiþroska barna, málþroska og félagsþroska. Einnig fatlanir og þroskavandamál barna, næringu þeirra og heilbrigði, siðfræði, viðhorf og fordóma og málfyrirmyndir ungra barna.

 Námskeiðið var kennt frá farskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og sent út samtímis á níu stöðum á landinu.

Alda, Ása, Sigurrós og Berglind – ljósm. Kristín S. Einarsdóttir