12/09/2024

Ferðaþjónar skipta í sumaropnun

Sundlaugin á Hólmavík opnar aftur í dag eftir viðgerðirnar sem tóku skemmri tíma en fyrirhugað var og skipt hefur verið yfir á sumartíma. Eins eru margir ferðaþjónar á Ströndum sem hafa opið yfir sumarið að opna í dag. Þannig er dagurinn í dag sá fyrsti sem opið er á Sauðfjársetrinu í Sævangi í sumar og skipt hefur verið yfir á reglulega opnun á Galdrasafninu á Hólmavík. Á báðum þessum stöðum er nú opið frá 10-18. Þá hefst sumaropnun hjá Café Riis á Hólmavík í dag og er opnað með pizzahlaðborði, en skipt verður yfir á hefðbundinn matseðil á morgun.