01/12/2024

Gísli Eiríksson: Skýrsla um vegamál

Samgönguáætlun fyrir árin 2005-8 er enn til meðferðar hjá alþingi. Vegur um Arnkötludal og Gautsdal hefur verið nokkuð í umræðunni og sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum og Hólmavíkurhreppur ályktað um mikilvægi hans og farið fram á að framkvæmdum verði flýtt, nú síðast Bolungarvíkurbær. Eins hefur Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lýst þeirri skoðun í viðtali við www.bb.is á dögunum að mikilvægt væri að flýta þessari vegagerð. Eru bjartsýnismenn því enn vongóðir um breytingar. Á vef Vegagerðarinnar er nú aðgengileg áhugaverð skýrsla um leiðirnar suður Strandir og um Arnkötludal eftir Gísla Eiríksson: Greinargerð um leiðarval: Tröllatunguvegur eða Hólmavíkurvegur, fyrir þá sem vilja kynna sér þessa umræðu betur. Um er að ræða pdf-skjal sem gæti vafist fyrir þeim tölvum sem ekki hafa gott og öflugt netsamband.