04/10/2024

Gengur vel á grásleppunni

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á bryggjunni á Drangnesi á dögunum í blíðskaparveðri þegar feðgana Harald Ingólfsson og Ingólf Haraldsson bar að bryggju og lönduðu hrognum, grásleppu og rauðmaga. Haraldur sagði að veiðin hefði verið býsna góð í vor, þótt misjafnlega hefði viðrað fyrir grásleppuveiðarnar. Vonast væri til að verðið fyrir hrognin verði dálítið hærra en í fyrra. Þeir feðgar lönduðu síðan í hvelli og brunuðu síðan með bátinn inn í Kokkálsvík.

sjosokn/580-graslepp4.jpg

bottom

Á bryggjunni á Drangsnesi – ljósm. Jón Jónsson