10/12/2024

Myndir frá litlu-jólunum á Hólmavík

Það var að venju mikið um dýrðir á litlu jólunum á Hólmavík sem haldin voru hátíðleg laust fyrir jól. Þar koma grunnskólanemendur fram í söngatriðum og leikþáttum, gjarnan frumsömdum. Viðstaddir eru allir sem áhuga hafa, afar og ömmur, pabbar og mömmur og ótal ættingjar og kunningjar. Hefðbundinn er helgileikur þar sem sama sviðsmyndin hefur verið notuð jafn lengi og elstu menn muna. Á eftir er jólatrésskemmtun þar sem stórsveitin Grunntónn fer á kostum, en ekki eru heimildir um hljómbetra, taktfastara og þéttara jólaballsband í Norðvesturkjördæmi. Jólasveinar mæta á svæðið með mandarínur í poka og allir skemmta sér hið besta. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is með myndavélina líka.

1

Litlu jólin

frettamyndir/2008/580-litlujol12.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol16.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol14.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol11.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol10.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol8.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol7.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol6.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol4.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol3.jpg

frettamyndir/2008/580-litlujol1.jpg

Litlu jólin á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson