14/09/2024

Aðalfundur Félags eldri borgara

Aðalfundur Félags eldri borgara í Strandasýslu var haldinn í  félagsheimilinu Baldri á Drangsnesi í gærkvöldi. Góð mæting var á fundinn og var ný stjórn kosin, en Ólafía Jónsdóttir frá Skriðnesenni sem verið hefur formaður félagsins gaf ekki kost á sér að þessu sinni.  Í stjórn voru kosin Áskell Benediktsson, Lilja Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Vilhjálmsson og mun stjórnin skipa með sér verkum. 

Veglegar kræsingar og allskyns guðaveigar voru á borðum og sáu kvenfélagskonur á Drangsnesi um þær og fórst þeim það vel úr hendi. Ólafía, fráfarandi formaður las ljóð og síðan var sungið og dansað til miðnættis. Þórhallur Geirsson (vinsælasti bílstjóri Strandarútunnar fyrr og síðar) var á samkomunni ásamt eiginkonu sinni, söngkonunni Hjördísi Geirs.  Hjördís tók nokkur hressileg lög með danshljómsveit úr Dölunum skipaðri, Árna Sigurðssyni á bassagítar og Sigvalda Fjeldsted á harmonikku.

Ljósmyndirnar að neðan eru frá Jenný Jensdóttur á Drangsnesi.

Fundargleði mikil

atburdir/2005/580-eldri_borgarar0001.jpg

atburdir/2005/580-eldri_borgarar0003.jpg

atburdir/2005/580-eldri_borgarar0005.jpg