19/04/2024

Ferðamenn í gildru „náttúrulögmála“

Síminn hringdi á Galdrasýningunni kl. 10:30 í morgun. Á línunni hinum megin var fransmaður sem átti í sömu vandræðum og portúgalarnir fyrr í vikunni. Hann var heldur órólegri og hafði greinilega minni tíma aflögu en nágrannar hans frá Portúgal. Þegar símtólið var tekið upp á sýningunni heyrðist hrópað á enskri tungu:

– Hallo – is this the witchcraft museum?
– Yes, it is – how can I help you?
– We want to come and visit your museum, but I cant see it is possible for us.

– Why not? You can come whenever you want? The museum is open on request all year round.
– Can we? Is it open? How is that possible to have the museum open when there is no way to get near to it?
– What do you mean?
– Well, we are here very close to you I think, but the road is closed – a farmer here nearby told us the road has been closed the whole winter!!
– So where are you?
– Let me see – Trollatongohædí – the sign says.
– Aha – I see. Hmmm. Actually the Icelandic Road Administration has decided that the road over that moor is not possible to open until the 17th of June every year. Dont ask me why. Maybe it has something to do with the Icelandic independence day. Maybe they are afraid of the trolls up there and dont dare to go up there, unless they are sure of that the road is already open.
– Humm?!! Do they believe in trolls?
– I should think so. The Road Administration surely believes in elfes.
Smá þögn
– Thats silly. Do you really mean that?
– Yes, I mean that. Its hard to know what those guys are thinking.
– Well anyway – we will go somewhere else. Im not going to drive half way back to Reykjavik to be able to go to Holmavik. Even though it might be worth it. Please try to do something about it – for youre own sake. Goodbye.

…og hann skellti á.

Það er til lítils að reyna að fara að ráðum Ferðamálaráðs og annarra opinberra aðila um að lengja ferðamannatímann þegar einhverjir aðrir ákveða hvort það er hægt eða ekki. Best að einhver taki þetta mál upp við samgönguráðherrann sem á fund með ferðaþjónum af Vestfjörðum í Bjarnarfirði á morgun. Það getur varla verið mikið mál að fara með skóflu þarna upp og losa aðeins um þann litla snjó sem er þar í nokkrum slökkum.

(Þýðing á símtalinu yfir á íslensku)
– Halló – er þetta hjá Galdrasýningu á Ströndum?
– Já, get ég aðstoðað þig?
– Okkur langaði að heimsækja safnið en ég get ekki séð að það sé nokkur möguleiki.
– Hversvegna ekki? Þú getur komið þegar þér sýnist. Galdrasýningin er opin árið um kring eftir samkomulagi.
– Er það? Er opið? Hvernig er mögulegt að hafa safnið opið þegar það er varla nokkur leið að komast nálægt því?
– Hvað áttu við?
– Ja, við erum hérna ekki svo langt undan held ég, en vegurinn er lokaður. Einhver bóndi hérna í nágrenninu sagði okkur að vegurinn hafi verið lokaður í allan vetur!
– Nú? Hvar eruð þið?
– Láttum okkur sjá, skiltið segir Tröllatunguheiði.
– Aha, ég skil. Hmmm. Reyndar er ástandið þannig að Vegagerðin hefur ákveðið að vegurinn yfir þessa heiði skuli aldrei opnaður fyrr en í kringum 17. júní. Ekki spyrja mig hversvegna. Kannski hefur það eitthvað með hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn að segja. Eða að þeir hræðast tröllin þarna uppi svona óskaplega mikið og þori því alls ekki upp nema að vegurinn sé örugglega opinn.
– Hmm?!! Trúa þeir á tröll?
– Já, það skyldi maður ætla. Vegagerðin trúir á álfa, og því ekki tröll þá?
Smá þögn
– Það er asnalegt. Ertu ekki að grínast?
– Nei, þetta er ekkert grín. Það er erfitt að vita hvað þessir gæjar hugsa.
– Jæja, hvað um það, við förum bara eitthvað annað. Við förum ekki að aka hálfa leiðina til Reykjavíkur til að finna aðra leið til Hólmavíkur. Jafnvel þó það geti verið þess virði. Reyndu nú að gera eitthvað í málinu – þó það sé ekki nema bara ykkar vegna. Vertu sæll.

…og hann skellti á.

Það er til lítils að reyna að fara að ráðum Ferðamálaráðs og annarra opinberra aðila um að lengja ferðamannatímann þegar einhverjir aðrir ákveða hvort það er hægt eða ekki. Best að einhver taki þetta mál upp við samgönguráðherrann sem á fund með ferðaþjónum af Vestfjörðum í Bjarnarfirði á morgun. Það getur varla verið mikið mál að fara með skóflu þarna upp og losa aðeins um þennan litla snjó sem er þar í nokkrum slökkum.