13/10/2024

Fólk á öllum aldri á leiklistarnámskeiði

Í kvöld lýkur kvöld fimm daga leiklistarnámskeiði sem hefur staðið yfir þessa viku en Elvar Logi Hannesson leikari hefur verið leiðbeinandi á námskeiðinu sem haldið hefur verið í félagsheimilinu á Hólmavík. Það er óhætt að segja að þar hefur ríkt eining og glaðværð og hafa nemendur fengið að spreyta sig á ýmsum þáttum sem miða að því að þora að tjá sig og njóta þess að fara í leiki, lesa ljóð, hlæja saman og læra að anda auk þess að læra að vera bæði áhorfendur og leikarar. Á námskeiðinu er fólk á öllu aldri og mikið líf og fjör eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

frettamyndir/2005/580-leiklistarnamsk_03.jpg

Ljósm.: Ásdís Jónsdóttir