05/12/2024

Vinnuskólinn hefst á morgun

300-holmavik2Vinnuskóli Hólmavíkurhrepps hefst á morgun þriðjudag og er Sigríður Drífa Þórólfsdóttir í Tröllatungu flokkstjóri í vinnuskólanum þetta árið. Í tilkynningu frá Hólmavíkurhreppi kemur fram að nemendur eru beðnir um að mæta við vigtarskúrinn kl. 8.30 í fyrramálið með nestið sitt. Ætlunin var að bjóða tveimur elstu árgöngunum vinnu allan daginn eins og fyrri ár, en eins og staðan er nú, verður ekki verður boðið upp á vinnu eftir hádegi nema einhver verkefni falli til.