10/09/2024

Fermingardagur

Í dag var ferming í Hólmavíkurkirkju þar sem sjö börn fermdust, hjá séra Sigríði Óladóttir sóknarpresti. Fermingarbörnin voru Börkur Vilhjálmsson, Jón Arnar Ólafsson, Sigrún Björg Kristinsdóttir, Sylvía Bjarkadóttir, Valdimar Friðjón Jónsson, Vilhjálmur Jakob Jónsson og Vilmundur Hlífar Böðvarsson. Ljómandi veður var í dag á þessum hátíðsdegi sem veisluhöld settu síðan sinn svip á hjá mörgum Hólmvíkingum.

Fermingarbörnin á Hólmavík – Ljósm. Dagrún Ósk.