12/09/2024

Hálka á vegum

Rétt er að ítreka við vegfarendur að fara að öllu með gát því víða er hálka á vegum. Bíll endastakkst og eyðilagðist í Hvalvík við Steingrímsfjörð í gær og annar fór nýlega út af veginum við Kollsá í Hrútafirði og skemmdist nokkuð. Í báðum tilvikum sluppu ökumenn með skrekkinn. Í veðurspánni er gert ráð fyrir umhleypingum næstu daga og jafnvel óveðri á aðfaranótt föstudags og á föstudag.